Norræna vistfræðiráðstefnan Oikos á Íslandi 3.-5. mars 2020 – Skráning opin !

Kæru félagar

Nú er búið að opna fyrir skráningu á samnorrænu vistfræðiráðstefnuna sem haldin verður í Reykjavík næsta vetur 3.-5.mars 2020.  Skráningarsíðan er hér: /
Dear all
The registration for the Nordic Oikos ecology conference, which is to be held in Reykjavík next winter 3.-5. March 2020, is now open. : /
bestu kveðjur/best wishes
Undirbúningsnefndin/ Organizing committee
Birt í Óflokkað, Ráðstefnur

Vinnufundur um reglugerð um tilraunadýr

Kæra félagsfólk og þáttakendur VistÍs 2019
Fyrir vistfræðiráðstefnu er stefnt að því að hafa vinnufund um tilraunadýr í vistfræðitilraunum.  Nýlega var sett ný reglugerð um tilraunadýr, þar sem að teknar voru upp Evrópureglur um málaflokkinn.
Á fundinum er markmiðið að ræða um reglugerðina og reynslu aðila að því að uppfylla kröfur hennar.  Á fundinn mætir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, sem er umsjónaraðili þessa málaflokks hjá MAST.
Fundurinn verður milli kl 10 og 12 næstkomandi föstudag á Hólum.
Þau sem hafa áhuga á að mæta, endilega sendið skráningu til Bjarna Kristófers á Hólum – bjakk@holar.is
Kær kveðja
Nefndin
Birt í Óflokkað

VistÍs 2019 ráðstefnu dagkrá / conference program

We are pleased to announce that the VistÍs 2019 conference program is published

Program is now available with list of posters and abstracts: program and book of abstracts

 

Birt í Óflokkað

Ágripa frestur framlengdur – Abstract deadline extended

Frestur til að senda inn ágrip fyrir framlagi á ráðstefnu Vistfræðifélagsins á Hólum í lok mars nk. verður framlengdur til og með miðvikudagsins 20. febrúar nk.

Deadline for abstract submission for the Ecological Societies’ conference at Holar in end of March will be extended to next wednesday 20 February.

Birt í Óflokkað

SKRÁNING Á VISTÍS 2019 OPNUÐ

— ENGLISH BELOW —

holar2017

Áttunda ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin dagana 29.-30. mars í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi í formi erinda og veggspjalda og eru vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Boðið er upp á að halda stutta vinnustofu eða umræðufundi um afmörkuð vistfræðileg efni. Þeim sem hafa áhuga á að standa fyrir slíkum fundum er bent á að gefa sig fram við undirbúningsnefnd fyrir 15. febrúar.

SKRÁNING ER NÚ OPIN!

Skráning þátttöku fer fram með því að senda tölvupóst á: vistfraedifelag@gmail.com. Vinsamlegast setjið „VistÍs 2019 – skráning þátttöku“ í efnis-titil tölvupósts ásamt

 1. Nafn þáttakanda
 2. Starfsstöð
 3. Hátíðarkvöldverður (já takk/nei takk)
 4. Vinsamlegast takið sérstaklega fram ef séróskir eru varðandi mat eins og ef óskað er eftir grænkera (vegan) eða grænmetisæti (vegetarian).

 

INNSENDING ÁGRIPA

Lengd ágripa er að hámarki 1500 slög með orðabilum. Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður. Veggspjöld verða að vera af stærð A0 í portrettsnið vegna veggspjaldafestinga. Einnig er möguleiki á vídeó kynningu í veggspjaldasal fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku. Veggspjaldakynningin mun hefjast í fyrirlestrasal þar sem höfundar fá 1 mínútu til að kynna framlagið sitt. Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku.

Innsending ágripa fer fram með því að senda tölvupóst á: vistfraedifelag@gmail.com. Vinsamlegast setjið „VistÍs 2019 – skráning framlags“ í efnis-titil tölvupósts. Sendið inn ágrip á .pdf eða word formi þar sem fram kemur

 1. Titill framlags
 2. Flytjandi framlags (ásamt meðhöfundum) (nöfn og starfsstöð/var)
 3. Tegund framlags: fyrirlestur, veggspjald eða vídeó
 4. Ágrip að hámarki 1500 slög með lýsingu framlags
 5. Lykilorð (hámark 5) sem lýsa viðfangi framlags
 6. Tilgreinið sérstaklega ef um nemenda framlag er að ræða

 

Lokafrestur til að skrá framlög  (fyrirlestrar, veggspjöld og vídeó) er til 15. febrúar

Lokadagskrá ráðstefnu verður kynnt 1. mars.

Lokafrestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 15. mars.

Verðlaun verða veitt fyrir besta nemenda veggspjaldið og erindið!

 

Ráðstefnugjald greiðist í móttöku á ráðstefnustað. Það verður posi á staðnum ef greitt er með korti, en einnig verða upplýsingar settar upp ef fólk vill millifæra á staðnum. Gjaldið verður: 4900 kr fyrir VistÍsfélaga3900 kr fyrir nemendur sem eru VistÍsfélagar, en 9900 kr fyrir aðra. Hægt verður að gerast félagi á staðnum sömuleiðis (árgjaldið er 2500 kr). Innifalið í ráðstefnugjaldinu er kaffi/te, léttur hádegisverður og hressing í ráðstefnulok auk “Lopapeysu-grillveislu” (inni eða úti eftir veðri). Boðið verður upp á staðarkynningu á Hólum. Bjórsetur Íslands verður opið en fyrir eigin reikning.

Hátíðarkvöldverður laugardaginn 30. mars kostar 4500 kr fyrir VistÍsfélaga en 6000 kr fyrir aðra.

Gisting á Hólum: eins manns herbergi 8800 kr/nótt, tveggja manna herbergi 13.800 kr/nótt (morgunmatur innifalinn). Mikilvægt er að bóka gistingu hjá ferðaþjónustunni á Hólum tímanlega því fjöldi herbergja er takmarkaður. Sendið póst á booking@holar.ismeð fyrirsögninni VistÍs2019.

Ferðir: Þáttakendur sjá sjálfir um ferðir á Hóla. Félagar á einkabílum eru hvattir til að samnýta bíla.

 

The 8thconference of the Ecological Society of Iceland is scheduled 29-30. March 2019 in Hólar University College, Hólar í Hjaltadal (Skagafjörður)

 

The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. Ecologists are encouraged to submit an abstract. Delegates are invited to host short workshops or discussion groups on ecological matters. Those interested to organise such a group are asked to contact the organising committee before 15thof February.

 

REGISTRATION IS NOW OPEN!

For the conference registration, please send an email to: vistfraedifelag@gmail.com and insert „VistÍs 2019 – registration“ into the subject of the email, including

 1. Name of participant
 2. Affiliation
 3. Conference dinner (Yes please/No thanks)
 4. Please indicate whether you have any dietary requirements for any of the meals, i.e. if you request vegan or vegetarian food.

 

ABSTRACT SUBMISSION

Maximum abstract length is 1500 characters, including spaces. Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion. Required poster size is A0, portrait due to poster mounting. Video presentations during poster session are possible for interested presenters. Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English. The poster session will start with a pitch talks where presenters will get one minute to present their work. Observe that it is important that those who submit an abstract also register.

For abstract submission please send an email to: vistfraedifelag@gmail.com. Please insert „VistÍs 2019 – abstract submission“ into the subject of the email, including a copy of your abstract on a .pdf or word format and clearly state the following:

 1. Title
 2. Presenter (and co-authors) and affiliations
 3. Type: talk, poster or video
 4. Abstract (max 1500 characters)
 5. Key words (max 5)
 6. Please state clearly if this is a student presentation

Deadline for abstract submission is 15 February

The final program will be available 1 March

Deadline for registration is 15 Mars.

Awards for the best student’s talks and posters

 

Conference fee should be paid at registration on site. Bank info for bank transfer will be provided but a card machine will be on site as well. The fee is 4900 ISK for VistÍs members, 3900 ISK for students that are VistÍs members but 9900 ISK for non-members.  You can become member on site as well for 2500 ISK (annual fee).

Conference fee includes: coffee/tea, light lunch and refreshment at the end of the conference. “Lopapeysa” grill party (inside or outside pending on the weather) on Friday evening, and a local excursion of Hólar. The Icelandic Beer Centre will be open both evenings but at own expense.

Conference dinner Saturday 30 March is 4500 ISK for VistÍs members and 6000 ISK for non-members. Vegetarian and Vegan option available, if informed beforehand during registration.

Accommodation in Hólar: Single bedroom 8800 ISK/night, double bedroom 13.800 ISK/night (including breakfast). Accommodation is limited and therefore it is important to book it early. Booking goes through booking@holar.is  with the reference code VistÍs2019.

Travel to Hólar: Participants organise their own travel. We encourage people to carpool.

 

 

 

Birt í Óflokkað

Ályktun vegna skýrslu um hvalveiðar

Ályktun stjórnar Vistfræðifélags Íslands og annarra sérfræðinga í vistfræði vegna ófaglegrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða

Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019.

 

Hvað varðar vankanta í meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:

 1. Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.
 2. Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.
 3. Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum.

 

Glæfraleg túlkun og ónákvæmar forsendur

Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.

 

Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði

Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur  plöntusvifi , sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.

 

Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar

Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefðu mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefs. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrðu til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum.

Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlæga hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.

 

Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar

Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanlega áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist við súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta framhjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola.

 

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Bjarni Kristófer Kristjánsson

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Freydís Vigfúsdóttir

Gísli Már Gíslason

Tómas Grétar Gunnarsson

Jóhann Þórsson

Ágústa Helgadóttir

Erpur Snær Hansen

 

Birt í Óflokkað, Frá Vistfræðifélaginu

Stjórn Vistfræðifélags Íslands sendir frá sér ályktun vegna sjókvíaeldis

Ályktun Vistfræðifélags Íslands vegna sjókvíaeldis á laxfiskum:

1) Nauðsynlegt er að uppbygging á umdeildum atvinnuvegi eins og fiskeldi byggi á traustum vísindalegum grunni þar sem að öll umhverfisáhrif eldisins eru lágmörkuð.

2) Það er mikill skortur á grunnrannsóknum á lífríki lands og sjávar á Íslandi. Skortur á upplýsingum gerir það erfitt í mörgum tilfellum að taka upplýstar ákvarðanir um framkvæmdir. Vegna sérstöðu íslensk lífríkis er ekki hægt að yfirfæra rannsóknarniðurstöður frá nágrannaríkjum athugasemda laust.

3) Ákjósanlegast er að rannsóknir séu gerðar með breiðu samráði stofnana og háskóla. Þannig er tryggt að sem flestir komi að málinu og ólík túlkun reifuð.
4) Það er mikilvægt að gerðar séu vandaðar áhættugreiningar, sem taka til margra þátta, þegar komið er á nýjum iðnaði, eða gömlum iðnaði á nýjum stað. Það er nauðsynlegt að ný starfsemi byggi á mjög áræðanlegu verðmætamati á náttúrulegum gæðum s.s. á rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni og á samfélagslegri nálgun, en ekki eingöngu á fjárhagslegum atriðum.

5) Það er nauðsynlegt að gert verði samræmt skipulag fyrir allt landið þar sem að öll nýting náttúruauðlinda sé skipulögð (líkt og gert er í rammaáætlun).

6) Setja þarf svipaðar varúðarreglur, hvort sem við erum að tala um sjókvíaleldi, gönguseiðasleppingar, sprengingar á fossum, kalkþörungavinnslu, þangskurð o.s.fr.. Í raun er ekkert sérstakt við sjókvíaeldið nema að það er fjölmiðlamál.

Stjórn Vistfræðifélags Íslands

 1. Nóvember 2018

 

Birt í Óflokkað