Heillaóskir til Snorra Baldurssonar

Stjórn Vistfræðifélags Íslands vill óska þér hjartanlega til hamingju með að vera kjörinn í embætti formanns Landverndar 9. maí sl.

Landvernd hefur unnið gríðarmikið og gott starf í baráttunni fyrir verndun íslenskrar náttúru og við að auka fræðslu almennings um íslenska náttúru og íslensk vistkerfi. Stjórn Vistfræðifélagsins veit að því starfi er vel borgið í þínum höndum ásamt annarra starfsmanna samtakanna.
Áherslur Landverndar og Vistfræðifélagsins fara saman þegar kemur að
fræðslu og kynningu á náttúru og vistfræði. Stjórn félagsins vill nota
þetta tækifæri til að lýsa áhuga sínum á samstarfi á þessum sviðum eftir
því sem möguleikar eru á.

F.h. stjórnar Vistfræðifélags Íslands,

Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Gísli Már Gíslason, Tómas Grétar Gunnarsson, Jóhann Þórsson, Erpur Snær Hansen, Borgný Katrínardóttir og Ágústa Helgadóttir.

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.